141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:02]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við ræðum hér fjölda tillagna sem byggja á fjárfestingaráætlun sem var kynnt með pompi og prakt en byggir í raun á veiðigjaldinu sem er lagt á útgerðina. Og hvað gerist, frú forseti? Það þarf að segja upp fólki hjá fjölda fyrirtækja sem verða gjaldþrota út af veiðigjaldinu í hinum ýmsu dreifðu byggðum landsins. Og hvert fer það? Meðal annars í græna hagkerfið, væntanlega í Reykjavík.

Það er verið að flytja atvinnu frá einum stað til annars, frá landsbyggðinni til Reykjavíkur, og þótt ég sé fulltrúi Reykjavíkurbyggðarinnar er ég á móti þessari þróun og hvernig þessu er stýrt með skattlagningu. (SII: … atvinnuleysi.)