141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:26]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Mig langar að benda á tvo liði sem eru nr. 17 og 18, þ.e. fasteignir framhaldsskóla, þar sem ákveðið er að draga úr viðhaldi upp á 16,5 milljónir og færa yfir á stofnkostnað. Þetta eru kannski ekki stórar fjárhæðir, 16,5 milljónir, en í framhaldinu er ástæða til að nefna að stjórnmálamönnum er mikill akkur í því að láta mynda sig með skóflustungunum. Þeir eru hins vegar frekar lítið gefnir fyrir að láta mynda sig með viðhaldinu. [Hlátur í þingsal.]