141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:51]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég fagna þeim tillögum sem hér liggja fyrir og samþykktar verða um eflingu, ekki aðeins Ferðasjóðs heldur líka Afrekssjóðs og aukningu á framlögum til sérsambanda Íþróttasambandsins. Ég lít svo á að það sé fyrsta skrefið og fyrsti áfanginn í að fylgja eftir nýrri afreksstefnu í íþróttamálum Ég sé ekki að það sé mjög gefandi að fara hér í samanburð við aðrar greinar. Við eigum að horfa á það góða starf og þá einlægu skuldbindingu sem felst í því að auka þá liði sem skipta okkur öll máli og eru í samræmi við þá íþróttastefnu sem unnin var í miklu samráði við íþróttahreyfinguna.