141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:59]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér er verið að leggja til að framlagið vegna umsóknar Íslands að Evrópusambandinu og viðræðnanna sem nú standa yfir hækki um 40 millj. kr., en upphaflega átti það að vera 50 millj. í fjárlagafrumvarpinu. Utanríkisráðuneytið fékk 250 millj. tímabundið framlag vegna viðræðna í fjárlögum fyrir árið 2010 og 150 millj. í fjárlögum 2011. Samtals nema þessar upphæðir nú 590 millj. kr. sem standa eiga undir kostnaði vegna samninganefnda, ferðalaga og sérfræðiþjónustu. Hér er verið að samþykkja beint út úr ríkissjóði þessar tvær tillögur varðandi Þýðingamiðstöðina og það um tæpan milljarð. Segið svo að við séum ekki í aðlögunarferli og segið svo að þetta sé ókeypis. Ég segi nei.