141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:15]
Horfa

Björgvin G. Sigurðsson (Sf):

Virðulegi forseti. Fyrr á þessu hausti komu fulltrúar frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyrir allsherjar- og menntamálanefnd til að óska eftir fjárheimild til að tryggja að embættið geti annað verulegum vexti við landamæravörslu á Keflavíkurflugvelli vegna mannfæðar og mikils fjölgunar ferðamanna. Hér er brugðist við þeirri ósk og er það mikið ánægjuefni. Okkur hefur verið tíðrætt um þau miklu umsvif og þann mikla vöxt sem er í ferðaþjónustunni. Það hefur að sjálfsögðu margar hliðar. Ein hliðin er mikil fjölgun farþega og erfiðleikar hjá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjunum við að sinna landamæravörslu að óbreyttu. Hér er að fullu verið að tryggja að embættið geti aukið umsvif sín og bætt við sig starfsmönnum í þessa starfsemi sérstaklega til að anna þeim umsvifum sem hafa nú þegar verið vegna fjölgunar ferðamanna sem fyrirsjáanlegt er að hún verði enn meiri á næstu missirum.

Það er mikið ánægjuefni. Við höfum við rætt um aðra þætti löggæslunnar en þetta lýtur sérstaklega að þessum þætti hennar.