141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:54]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Það er ekki hægt að láta hjá líða að nefna lið nr. 125, Sóknaráætlanir landshlutanna. Þar er um að ræða 400 millj. kr. Miðað við uppleggið að því verki er með ólíkindum að sjá hvernig þeim fjármunum á að ráðstafa. Þetta er innheimt af veiðigjaldinu sem lagt er á og bróðurpartur þessa gjalds fer inn á höfuðborgarsvæðið. (Gripið fram í: Já.) Þetta er sem sagt sóknaráætlun landshlutanna sem að vísu tókst ekki að framkvæma meðan Samfylkingin var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, en það hefur gengið afspyrnuvel síðan þetta nýja ríkisstjórnarsamstarf hófst.