141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:03]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Fátt veldur meiri mismunun eftir búsetu en hátt raforkuverð og mun hærra raforkuverð sem fólk þarf að borga í dreifbýli. Allra harðast lendir það á þeim sem ekki hafa aðgang að hitaveitu og þurfa að hita upp með rafmagni.

Gefið var loforð árið 2003, þegar raforkutilskipunin var innleidd, um að þessi mismunun yrði jöfnuð og jafnframt að dreifikostnaðurinn á rafmagni yrði jafnaður þannig að það yrði jöfnuður til sveita. Ég legg áherslu á að það er fagnaðarefni að hér skuli loksins koma 175 millj. kr. til jöfnunar á húshitunarkostnaði. Ég held að við ættum öll að fagna því að það er þó verið að stíga þessi skref áfram. En það vantar enn upp á. Þetta er um helmingur þess sem þarf (Forseti hringir.) og svo vantar líka upp á dreifikostnaðinn. Ég hvet hv. fjárlaganefnd (Forseti hringir.) og Alþingi til að taka þetta mál til skoðunar milli 2. og 3. umr. þannig að jöfnuður náist.