141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:20]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er enn eitt dæmi á ferðinni um mjög ranga forgangsröðun af hálfu þessarar ríkisstjórnar, að mínu mati, þar sem verið er að setja um 290 millj. kr. m.a. í þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri. Það er rétt sem hefur komið fram að staða þessarar sveitar er mjög erfið í atvinnulegu og tekjulegu tilliti. En það eru aðrir valkostir uppi á borðinu sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa hafnað. (Gripið fram í.) Þarna eru virkjunarkostur til staðar sem samkvæmt allri eðlilegri málsmeðferð ætti að vera í nýtingarflokki og framkvæmdir gætu hafist mjög fljótlega við. Það mundi skjóta viðvarandi styrkum stoðum undir þetta samfélag, stoðum sem mundu vara í langan tíma. Það mundi efla verðmætasköpun og atvinnutækifæri í þessari sveit sem og annars staðar á landinu En það er forgangsröðun ríkisstjórnarinnar að sleppa slíkum tækifærum til fjárfestinga sem skapa verðmæti og atvinnu, bæði á staðnum og úti um allt land, (Forseti hringir.) en velja þess í stað útgjöld úr ríkissjóði sem eru ófyrirséð þegar upp er staðið. (Gripið fram í.)