141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:27]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Frú forseti. Þetta er liður fjárlaga sem allir þingmenn ættu að veita sérstaka athygli, liður sem hefur vaxið frá árinu 2009 úr 40 milljörðum upp í 63 milljarða neikvæðan vaxtajöfnuð. Vaxtagjöldin eru 84 milljarðar í fjárlagafrumvarpinu, tæpum 8 milljörðum hærri en í fyrra. Það eru 8 milljarðar sem ekki verða notaðir í velferðarmál eða grænkun fyrirtækja eða hvað sem menn vilja kalla það. Ekki til að borga niður skuldir. Þetta eru 84 milljarðar sem fara bara í að greiða vexti vegna skulda. Af þeirri ástæðu hef ég svo oft komið upp í þennan ræðustól og sagt: Hvar í flokki sem menn standa hljótum við að geta verið sammála um að það verður að fara að borga niður skuldir. Þess vegna höfum við gagnrýnt að menn taki arð út úr ríkisfyrirtækjum og fari í eignasölu án þess að hefja niðurgreiðslu skulda strax. (Forseti hringir.) 370 milljarðar bíða okkar á næstu fjórum árum í vaxtagjöld.