141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:32]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 43,4 millj. kr. í þennan lið. Hann hækkar næstum því tvöfalt og fer upp í 81,9 millj. Við teljum að í staðinn fyrir að hækka framlagið næstum því tvöfalt hefði verið nær að forgangsraða öðruvísi. Þetta sé ekki við hæfi þegar verið er að skera niður m.a. í heilbrigðiskerfinu, löggæslu og öðrum stofnunum.

Við framsóknarmenn erum reyndar á móti þessu kerfi. Við teljum að það sé úrelt og við ættum frekar að styrkja unga upprennandi listamenn með svipaðri upphæð en halda í þetta gamla kerfi. Hér fá fimm aðilar undir sjötugu 3,6 millj. kr. á ári og 22 eldri en það fá 2,9 millj. kr. á ári. Þetta er úrelt gamalt kerfi sem við hefðum átt að hverfa frá og því segjum við nei.