141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:33]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég hef ætíð greitt atkvæði gegn heiðurslaunum listamanna. Í fyrsta lagi tel ég þetta úrelt kerfi og í öðru lagi tel ég að fjöldi fólks í þjóðfélaginu ætti að fá listamannalaun. Það þurfi ekki á peningunum að halda en ætti skilið heiður. Ég nefni Björk Guðmundsdóttur. Hún þarf enga peninga. Við getum veitt henni eina krónu á mánuði eða eitthvað slíkt. Síðan kæmi Yrsa Sigurðardóttir. Hún gæti fengið eina krónu á mánuði, það mundi ekki kosta ríkissjóð mikið en það væri heiður. Ég nefni Arnald Indriðason eða Monsters of men. [Hlátur í þingsal.] Of Monsters and men, þau heita því enska nafni, ég get ekki sagt það hér á íslensku.