141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:54]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Greinin hljóðar svo, með leyfi frú forseta:

„Að veita Nýjum Landspítala ohf. skammtímalán vegna undirbúnings hönnunar nýs Landspítala við Hringbraut.“

Þá liggur það fyrir hvað við erum að samþykkja

Ég spurði hæstv. velferðarráðherra, Guðbjart Hannesson, þann 14. september hvaða tölur væru þarna á bak við. Hann sagði orðrétt að við værum „að tala um hundruð milljóna, eitthvað yfir milljarð eða meira.“

Það stendur ekki í fjárlagafrumvarpinu. Þarna er enn einn milljarðurinn sem bætist við þá tugi milljarða sem ég hef talið upp hingað til. Ég held að ég sé kominn upp í 100 milljarða sem vantar inn í fjárlagafrumvarpið. Ég segi nei við þessu.