141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[20:13]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við höfum kallað eftir þessum tveim hv. þingmönnum. Hér hafa fjórir hv. þingmenn komið fram og allir hafa sömu sögu að segja. Ef á þessu verður breyting og hv. þingmenn, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og hæstv. ráðherra, munu taka þátt í umræðunni er það mjög gott, þá mun ég fyrstur manna hrósa hv. þingmönnum fyrir það. Ég mun ekki liggja á því.

Ég fullyrði hins vegar að það sé nýtt að hæstv. ráðherrar og stjórnarliðar taki ekki þátt í umræðum, vegna þess að ég hef gegnt öllum þessum embættum. Ég hef verið ráðherra, ég hef verið formaður í þingnefnd, ég var kosinn á þing 2003 og þykist vita um hvað ég er að tala þegar ég lýsi því hvernig stjórnarliðar hafa tekið þátt í umræðunni gegnum tíðina. Ef nú verður breyting og hæstv. ráðherra og hv. formaður efnahags- og viðskiptanefndar munu taka virkan þátt í umræðunni mun ég hrósa þeim í hástert. Ég lofa því hér með, virðulegi forseti.