141. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2012.

vegabréf.

479. mál
[13:06]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skal standa með hv. þingmanni á þeirri vakt. Ég hygg að ríkissjóður leggi ekki mikið með vegabréfaframleiðslunni, einfaldlega vegna þess að einstaklingurinn greiðir allháa upphæð til að fá vegabréfið í hendur og það er hugsað sem gjald fyrir framleiðslu á vegabréfinu.

Ég tek undir með hv. þingmanni að í þessu tilviki er eðlilegt að það gjald sé í samræmi við framleiðslukostnað vegabréfsins sem með þessu frumvarpi mun, þegar það er komið að fullu til framkvæmda — þ.e. þau lög sem kæmu til framkvæmda á árinu 2018 ættu að geta orðið til þess að færa kostnaðinn niður fyrir okkur sem samfélag og fyrir þá sem fá vegabréfin í hendur.