141. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2012.

dómstólar.

475. mál
[13:12]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér er gert ráð fyrir því að dómari verði fenginn til að sinna tímabundnum verkefnum en ekki fastráðningu til langs tíma. Þá er talið mjög heppilegt að hægt sé að kalla til starfa einstaklinga sem hafa gegnt þessum störfum og þurfa ekki að setja sig inn í nýtt verklag. Ég held að þetta sé mjög hyggileg ráðstöfun.

Það sama á við um opinbera starfsmenn. Þeir geta tekið að sér verkefni fyrir hið opinbera. Þótt þeir hafi náð 70 ára aldri og þurfi að láta af störfum af þeim sökum, föstum störfum, geta þeir tekið að sér verkefni í hlutastörfum undir 50% eða sinnt tímabundnum verkefnum. Ég lít svo á að við séum hér að fást við svolítið svipaða grunnreglu að þessu leyti.