141. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2012.

fæðingar- og foreldraorlof.

496. mál
[13:50]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Eitt lítið atriði. Á þremur stöðum í frumvarpinu, í greinargerð með 2. gr., 4 gr. og 5. gr., og síðan í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, stendur að um sé að ræða hækkun sem nemi 3,25% og er það í samræmi við frumvarp til fjárlaga 2013. Um það ræddum við ítarlega í umræðu um fjárlögin. Mig minnir eindregið að þar hafi verið talað um 4,6%. Ég held að það sé rétt. Hver er skýringin á mismuni í fjárlagafrumvarpinu og því sem hér er vísað í?