141. löggjafarþing — 50. fundur,  11. des. 2012.

lengd þingfundar.

[14:09]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Ég velti fyrir mér hvað við erum að gera hérna, af hverju við ætlum að tala í nótt, af hverju við getum ekki komið okkur saman um hvernig við viljum hafa þetta þing og hvernig við viljum hafa þessa umræðu. Hér á að halda áfram mjög merkileg umræða sem ég held að sé mikilvæg í hugum allra þingmanna. Við hljótum að geta komið okkur saman um hvernig við viljum haga þingstörfum, samið um það og skipt niður ræðutíma af skynsemi. Ég legg til að við gerum það. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)