141. löggjafarþing — 50. fundur,  11. des. 2012.

lengd þingfundar.

[14:11]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það er fróðlegt að heyra hv. þm. Illuga Gunnarsson koma hingað upp að gera grein fyrir atkvæði sínu og boða málþóf. (Gripið fram í: Ha?) Það er ekki algengt að þingmenn boði málþóf í umræðu en það hefur hv. þm. Illugi Gunnarsson nú gert. [Kliður í þingsal.] Hér á að verða málþóf í dag og hann greiðir atkvæði gegn tillögu forseta vegna þess að hann vill að málþófið endi á skynsamlegum tíma fyrir sig, fjölskyldu sína og vini.

Forseti. Ég hef sjaldan heyrt betri rökstuðning (Utanrrh.: Við viljum komast í baksturinn.) fyrir tillögu hjá manni sem er á móti tillögunni. Ég hvet menn, ég sé að menn fara að þeirri hvatningu fyrir fram, til að gefa Illuga Gunnarssyni og félögum hans, háttvirtum og hæstvirtum, tækifæri til að stunda þetta málþóf langt fram á nótt.