141. löggjafarþing — 50. fundur,  11. des. 2012.

um fundarstjórn.

[14:14]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég ætlaði bara að geta þess við upphaf þessarar umræðu að í umhverfis- og samgöngunefnd liggur mál frá Bjarna Benediktssyni og fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, sem sagt mál efnislega samhljóða því sem hér á að fara til umræðu. Ég læt þess getið til að þingmenn séu upplýstir um það að við Árni Johnsen, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgöngunefnd, höfum farið fram á það við formann nefndarinnar að málið verði tekið fyrir þar þannig að unnt verði að ljúka afgreiðslu þess í nefndinni með það fyrir augum að hægt verði að ganga til atkvæða um það samhliða því máli sem hér er til umræðu. (Gripið fram í.)