141. löggjafarþing — 50. fundur,  11. des. 2012.

um fundarstjórn.

[14:23]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég kem hingað upp til að leggja á það áherslu að við hefjum umræðuna sem er sett á dagskrá um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þetta er afar mikilvægt mál eins og fram hefur komið og engin ástæða til að ræða hana efnislega undir liðnum um fundarstjórn forseta. Það gerum við bara þegar málið fer á dagskrá.

Ég fullyrði hér, og hef gert það áður úr þessum ræðustól, að nákvæmlega er farið eftir þeim lögum sem liggja undir þessari þingsályktunartillögu þegar hún var samin og lögð fram. Annað er ósannindi.