141. löggjafarþing — 50. fundur,  11. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[16:43]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Herra forseti. Ég spyr hv. þm. Sigurð Inga Jóhannsson: Af hverju vill hann kalla biðflokkinn, eða það sem ég segi rannsóknarflokk, geymsluflokk? Ég hef ekki skilið málið þannig og ekki lögin nr. 48/2011. Þarna skortir vísindaleg rök og faglega vinnu. (Gripið fram í.) Það eru nægir orkukostir í boði í næstu framtíð þó að biðflokkurinn verði mun stærri.

Í framhaldinu, þegar fyrir liggur að það vantar rannsóknir á ýmsum sviðum sem ég nefndi í fyrra andsvari mínu, m.a. liggja ekki fyrir rannsóknir á samfélagslegum áhrifum ýmissa virkjana, t.d. Hólmsárvirkjunar, þá spyr ég hv. þingmann: Hvernig túlkar hann varúðarregluna út frá því sjónarmiði, sem er rauði kjarninn í allri þessari vinnu, og aðrar grunnreglur umhverfisréttar?