141. löggjafarþing — 50. fundur,  11. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[17:23]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að byrja á að svara því sem hv. þingmaður spurði um síðast. Nei, ég sé ekkert samræmi þar í milli. Ég tel, og hef sagt það áður í þessum ræðustól, að orkufyrirtækin eigi ekki að taka að sér eða skipta sér af stjórnsýslu í sveitarfélögum eða greiða fyrir framkvæmdir sem einhvers konar aðgangseyri að íbúunum og sveitarstjórninni til að koma sér betur fyrir í sveitarfélaginu. Ég hef margoft sagt þetta hér og tel að það standist ekki stjórnskipunina. Það gerir það bara ekki.

Ég er ekki alveg viss um að ég hafi skilið hv. þingmann rétt með aðra spurningu en við leggjum áherslu á að flokkun í nýtingarflokk er ekki endanlegt virkjunarleyfi. Það þarf að sjálfsögðu að afla rannsóknarleyfis og fá útgefið virkjunarleyfi til að (Forseti hringir.) svæðið sé endanlega tekið í nýtingu.