141. löggjafarþing — 50. fundur,  11. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[21:09]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Um leið og ég fagna því sérstaklega að það er að verða undantekning frekar en regla að hv. þingmenn stjórnarflokkanna mæti í ræðustól til að tjá sig verð ég að biðja hæstv. forseta að fara betur yfir það, meðal annars í forsætisnefnd, að þegar þeir mæta hér, stjórnarþingmenn, þurfa þeir líka að standa frammi fyrir því að svara fyrirspurnum. Það hefur borið við, bæði nú áðan og fyrr í dag, að hv. þingmenn stjórnarflokkanna svara ekki beinlínis þeim fyrirspurnum sem til þeirra er beint. Þetta er sagt í mesta bróðerni, en ég vil beina því til hæstv. forseta að þetta verði tekið upp í forsætisnefnd.