141. löggjafarþing — 50. fundur,  11. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[21:29]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki verið að glutra niður neinu tækifæri og ekki verið að kollvarpa einu eða neinu. Það getur ekki falið í sér að ferlinu sé kollvarpað þegar sex kostir eru teknir og fluttir úr nýtingu í bið. Það er ekkert óafturkræft við það. Engin grundvallarbreyting er unnin þar. Hins vegar er með þeim hætti sú ákvörðun tekin af hálfu ráðherranna sem leggja málið fram í kjölfar umsagnarferlisins. Ef það átti aldrei að gera neitt með neitt nema með það sem frá verkefnisstjórninni kom, getur maður spurt: Til hvers var þá ferlið? Hvers vegna var hinn lögfræðilegi umbúnaður með þessum hætti? Af hverju var verið að gera ráð fyrir umsagnarferli (Gripið fram í.) og sjálfstæðri ákvörðun ráðherranna áður en að tillagan yrði lögð fram? (ÞKG: Ertu að spinna þetta svona jafnóðum?) Það hlýtur að vera spurningin sem menn þurfa að svara. Fyrir mér er það (Forseti hringir.) augljóst: Gert var ráð fyrir því í lagaumbúnaðinum að tekin yrði sjálfstæð, efnisleg ákvörðun (Forseti hringir.) og það var gert.