141. löggjafarþing — 50. fundur,  11. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[23:57]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég kem einungis upp til að taka undir með hv. þingmanni sem flutti mjög góða ræðu áðan um þetta mál. Þar fór hún mjög vandlega yfir hvernig málið hefur verið undirbyggt allt frá því á síðustu öld. Það er einfaldlega mjög dapurlegt horfa upp á það nokkrum dögum fyrir kosningar að það sé komið í þennan farveg vegna afstöðu Vinstri grænna og hluta samfylkingarmanna. Það eru akkúrat þeir flokkar sem töluðu um bætt vinnubrögð, ný vinnubrögð á Alþingi. Sú ríkisstjórn ætlaði sér að standa fyrir öguðum samræðustjórnmálum og ég veit ekki hvað var nefnt hér. Ég held að þetta mál sé eitt það svæsnasta þar sem maður sér viðhöfð hörmuleg vinnubrögð og þar sem álit okkar helstu sérfræðinga eru ekki virt viðlits, hvað varðar þessa sex virkjunarkosti. Það er einfaldlega mjög dapurlegt að ræða málið á þeim forsendum.