141. löggjafarþing — 50. fundur,  12. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[00:58]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta um.- og samgn. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að það sé rétt metið hjá hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur að þegar gengið var frá lagasetningunni á sínum tíma hafi væntingar allra þeirra sem stóðu að henni verið á þann veg að niðurstöður verkefnisstjórnar yrðu lagðar til grundvallar þeim tillöguflutningi sem yrði fyrir hendi á Alþingi. Auðvitað var gert ráð fyrir því í lögunum að um ákveðið umsagnarferli væri að ræða og það væri formlega á hendi ráðherranna að koma fram með tillögu. Ég held að menn hafi alla vega vonast til þess að ekki yrði um að ræða jafnmikla pólitíska slagsíðu á niðurstöðunni eins og raun bar vitni þar sem teknar eru ákvarðanir varðandi mjög góða virkjunarkosti sem eru nálægt okkur í tíma (Forseti hringir.) og væri auðvelt að hrinda í framkvæmd og þeim ýtt til hliðar, (Forseti hringir.) en öðrum haldið inni af ýmsum ástæðum sem eru lengra undan.

(Forseti (ÞBack): Forseti minnir hv. þingmenn á að reyna að halda sig innan við mínútuna sem er ræðutíminn.)