141. löggjafarþing — 50. fundur,  12. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[01:04]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Það er náttúrlega með ólíkindum að fjárfesting upp á 270 milljarða á fjögurra ára tímabili skuli ekki hafa áhrif á framgang þessa máls. Þegar verið er að ræða um virkjunarkosti sem okkar helstu sérfræðingar höfðu sett í nýtingarflokk koma stjórnmálamenn að því, kukla á lokametrum málsins og færa þá virkjunarkosti úr nýtingu yfir í bið sem hefur þau áhrif að fjárfesting verður mögulega 270 milljarða kr. lægri en ella. Það er með ólíkindum að sjá forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar og að horfa á þá atvinnustefnu sem virðist sérstaklega miða að því að tvöfalda heiðursmannalistann. Það er nú málið þegar menn eru með aðhald í opinberum rekstri gagnvart heilbrigðisstéttum og fleira, þá skulu laun heiðurslistamanna tvöfölduð.