141. löggjafarþing — 50. fundur,  12. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[01:07]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Birgir Ármannsson gerði það sem kalla má virkjunarþörf að umtalsefni í sinni ræðu. Hann gerði mikið úr því að stuðningsmenn þingsályktunartillögunnar teldu nóg komið í virkjunum og það væri á einhvern hátt andstætt heildarhagsmunum vegna þess að hér bæri að halda sig við virkjunaráform. Ég vil spyrja hv. þingmann: Eru þá þeir 16 orkukostir sem rammaáætlun gerir ráð fyrir og nú eru til staðar ekki nægir að mati þingmannsins? Ég vil spyrja: Hvaða knýjandi þörf er fyrir fleiri virkjanir að mati þingmannsins en þær sem rammaáætlun gerir ráð fyrir nú þegar? Er þingmaðurinn með einhver sérstök verkefni í huga?