141. löggjafarþing — 50. fundur,  12. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[01:21]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil beina því til hæstv. forseta að við gerum hlé á þessu máli og tökum önnur mál hér fyrir. Mér finnst ekki tilhlýðilegt að við ræðum þetta mál hér fram undir morgun í skjóli myrkurs. Og af því að hv. þm. Pétur H. Blöndal er ekki hér í salnum í augnablikinu finnst mér að ég þurfi nú að bregða mér í hans hlutverk og spyrja hæstv. forseta um þennan fjölskylduvæna vinnustað sem Alþingi átti að vera. Undir stjórn hinnar norrænu velferðarstjórnar hef ég ekki orðið var við að vinnustaðurinn hafi farið batnandi með tilliti til fjölskyldufólks. Það er því kannski ágætt að hæstv. forseti svari því nú hvort maður megi eiga von á því að vera hér til sex eða sjö í fyrramálið eða hvort hann hyggist gera hlé á þessum þingfundi.