141. löggjafarþing — 50. fundur,  12. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[01:22]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil koma hingað upp og taka undir þær fyrirspurnir sem forseta hafa borist annars vegar um hvort ekki komi til greina að setja önnur mál hér á dagskrá og að þetta mál fái umræðu um dag, ellegar ef það stendur til að halda þessari umræðu áfram held ég að mikilvægt sé fyrir þá þingmenn sem taka þátt í umræðunni — þó ég geti ekki kvartað yfir að hv. formaður umhverfis- og samgöngunefndar og fulltrúar meiri hlutans úr þeirri nefnd séu viðstaddir, finnst mér verulega skorta á að hér séu viðstaddir ráðherrar málaflokkanna sem hafa tengst þessu og að þeir geti þá gripið inn í umræðurnar ef þarf á að halda. Ég vildi athuga hvort forseti gæti gert einhverja gangskör í því að kalla til hæstv. umhverfisráðherra og hæstv. atvinnuvegaráðherra svo við gætum rætt við þá, þar sem það voru jú þeirra ráðuneyti sem lögðu til þessa tillögu.