141. löggjafarþing — 50. fundur,  12. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[01:24]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mér finnst nú skjóta skökku við þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar sem hafa mikið talað um að þeim liggi margt á hjarta í þessu máli eru farnir að biðjast griða og vilja að forseti gefi þeim í skóinn hér um miðjar nætur og gangi í störf jólasveinsins.

Ég held að á meðan mönnum liggur mikið á hjarta og mælendaskrá er löng sé bara ekkert því til fyrirstöðu að við nýtum þann tíma sem við höfum hér. Menn eru ekkert orðnir neitt sérstaklega syfjulegir að sjá eða úrillir og meðan allt er með friði hér mæli ég bara með því að við höldum áfram að ræða þetta mikilvæga mál inn í nóttina. Annað eins höfum við þingmenn nú gert að næturlagi undanfarin kjörtímabil á aðventunni.