141. löggjafarþing — 50. fundur,  12. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[01:35]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta um.- og samgn. (Ásmundur Einar Daðason) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með þeim þingmönnum sem hér hafa talað og skora á hæstv. forseta að koma boðum til hæstv. ráðherra sem þetta mál heyrir undir eða hv. þingmanns sem er talsmaður málsins. Það bendir auðvitað til þess, eins og komið hefur verið inn á í umræðunni, að ekki sé nokkur vilji til að leita samráðs í þessu máli eða samstöðu þegar hvorki hæstv. ráðherrar eru hér til að taka þátt í umræðunni eða fylgjast með henni né hv. þingmaður sem er þó umsjónarmaður málsins í þinginu, (Gripið fram í: … með ólíkindum.) framsögumaður málsins.

Ég kalla eftir því að hæstv. forseti kalli nú á hæstv. ráðherra eða hv. þingmann sem er umsjónarmaður málsins. Það er vanvirðing við þessa gríðarlega mikilvægu umræðu að þeir séu ekki kallaðir til. Ég vil beina þeim tilmælum til (Forseti hringir.) hæstv. forseta.