141. löggjafarþing — 51. fundur,  12. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[16:30]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni svör hennar. Ég vil spyrja hana að tvennu. Í fyrsta lagi vil ég taka undir með henni varðandi háhitasvæðin. Ég held að þingheimur sé einmitt að vakna til vitundar um hversu gríðarlega mikil óvissa ríkir um háhitann og jarðvarmavirkjanir almennt á svo mikilvægum sviðum. Kannski næst það einfaldlega fram að mikil svæði á Reykjanesskaganum verði sett í bið þar sem þau eiga réttilega heima.

Þá komum við að þessu: Er hv. þingmaður sammála því mati að það sé miklu róttækari og afdrifaríkari aðgerð að taka kosti úr biðflokki og setja í verndarflokk eða í orkunýtingarflokk, en að taka tiltekinn virkjunarkost eða virkjunarhugmynd úr vernd eða nýtingu og færa í bið? Til þess einmitt að frekari rannsóknir fari fram og frekara svigrúm fáist til að fara í það faglega mat (Forseti hringir.) sem sjálfstæðismenn kalla eftir.