141. löggjafarþing — 52. fundur,  13. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[12:15]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Eðli máls samkvæmt endurspegla þingmenn að einhverju leyti skoðanir þjóðarinnar. Þótt það sé kannski ekki alveg í sömu hlutföllum þá eru sumir hv. þingmenn mjög miklir verndarsinnar, það er þekkt, og aðrir eru mjög miklir virkjunarsinnar, það er líka þekkt. Svo vill, eins og ég sagði, stóri meiri hlutinn virkja hæfilega í sátt við náttúruna.

Ég segi fyrir mig að ég gæti fallist á niðurstöðu verkefnisstjórnarinnar sem vann þetta faglega og niðurröðun hennar. Ég hugsa að stór hluti þingmanna mundi gera það. Þess vegna finnst mér sú aðferð að víkja frá því starfi vera skemmdarverk. Ég fullyrði að það er skemmdarverk og sérstaka til skaða fyrir verndarsinna vegna þess að hinir sem vilja virkja telja sig óbundna af þessu samkomulagi þegar búið er að brjóta það.