141. löggjafarþing — 52. fundur,  13. des. 2012.

lengd þingfundar.

[13:36]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé ekkert sem mæli gegn því að fresta þessu máli þar til framsögumaður þess getur verið við umræðuna. Ég vil benda á, frú forseti, að ekkert í þessu máli rekur á eftir að það sé klárað fyrir áramót, það eru engar dagsetningar sem bíða. Hins vegar er fjöldinn allur af málum á dagskránni sem bíða út af því að klára þarf þau fyrir áramót. Þetta mál er ekki þannig. Þetta mál getur beðið vegna þess að það er ekkert í því sem liggur á að það sé klárað. Því mælist ég eindregið til þess að forseti breyti dagskrá fundarins og taki fyrir þau mál sem þarf að klára fyrir áramót þannig að einhver bragur sé á þessari umræðu.