141. löggjafarþing — 52. fundur,  13. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[21:12]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég kem hingað upp til að lýsa yfir eindregnum stuðningi við þá beiðni sem hv. þingmenn Framsóknarflokksins, Ásmundur Einar Daðason og Sigurður Ingi Jóhannsson, hafa lagt fram. Sá einstæði atburður átti sér stað í dag að samtök launafólks sögðu sig frá frekari samskiptum við ríkisstjórn Íslands og bíða þess að ný ríkisstjórn sem hægt sé að eiga eðlileg samskipti við taki við. Í málflutningi þeirra er meðal annars vitnað til þeirrar umræðu og þess máls sem við ræðum hér. Mér finnst, í ljósi þess hversu sérstaklega þetta mál er vaxið, að rétt sé að gera hlé á umræðunni og láta nefndirnar, hv. umhverfis- og samgöngunefnd og atvinnuveganefnd, fá þessa aðila á fund nefndanna til að fara yfir þessi nýju tíðindi. Kjarasamningar eru í uppnámi, það er ekkert traust hjá aðilum vinnumarkaðarins gagnvart ríkisstjórninni og við þurfum einfaldlega að fá aðkomu að þessu, kjörnir fulltrúar, (Forseti hringir.) þingmenn, og vita hvernig í pottinn er búið í þessum málum.