141. löggjafarþing — 52. fundur,  13. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[21:13]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir ósk hv. þingmanna um að fundirnir verði boðaðir hið fyrsta. Það er full ástæða til að þingnefndir komi saman til að ræða við þessa aðila, sérstaklega eftir fjölmiðlaumræðu um málið í dag og í kvöld. Ástæðan fyrir því að þetta á erindi undir fundarstjórn forseta er að í fundarbeiðninni kemur fram að í raun er verið að fara fram á að umræðu um rammaáætlun verði frestað á meðan fundirnir fari fram og að umræðu um málið verði ekki lokið fyrr en eftir þessa fundi.

Það er því full ástæða til að koma upp undir fundarstjórn forseta og óska eftir því að umræðunni um rammaáætlun verði frestað þar til þingnefndir sem hafa hér verið nefndar hafi fengið tækifæri til að funda með þeim aðilum sem verða boðaðir til þess fundar.