141. löggjafarþing — 52. fundur,  13. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[21:15]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tel brýnt að orðið verði við þessari beiðni þingmanna Framsóknarflokksins vegna þess að það eru grafalvarleg tíðindi að forseti ASÍ skuli lýsa því yfir að það hafi orðið niðurstaða fundar innan ASÍ í dag að forsvarsmenn þar ættu ekki lengur neitt vantalað við ríkisstjórnina og yrðu að bíða eftir næstu ríkisstjórn til að taka upp viðræður vegna svikinna loforða. Það tengist beint þessu máli. Ég tel ekki nóg að vísa til þess að það verði fundir klukkan eitt á morgun, ég tel mjög brýnt að nefndirnar verði kallaðar saman nú þegar og hlé gert á umræðunni. Nóttin er ung þannig að við höfum nægan tíma eftir nefndafundi til að ræða málið áfram en við verðum að fá einhvern botn í þetta mál, virðulegi forseti.