141. löggjafarþing — 52. fundur,  13. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[22:45]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Mig langar til að leiða inn í næstu spurningu sem viðvíkur því að nú hafa þeir þrír vatnsaflskostir sem liggja augljóslega fyrir verið færðir úr nýtingarflokki niður í biðflokk. Það vill svo til að þessir þrír kostir eru í neðri hluta Þjórsár, á heimaslóðum hv. þingmanns. Mig langar til að biðja hv. þingmann að lýsa því hvaða áhrif þetta hefur á atvinnu á svæðinu og framtíðaruppbyggingu og kannski tengja það því hvort hann telji að þessir virkjunarkostir (Forseti hringir.) kalli á það vera færðir í biðflokk út frá náttúruverndarsjónarmiðum.