141. löggjafarþing — 52. fundur,  14. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[00:31]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er einsdæmi í lýðveldissögu Íslands að forustumenn Alþýðusambands Íslands, sem eru fulltrúar um 100 þúsund félagsmanna í Alþýðusambandi Íslands, kveði svo fast að orði sem þeir gera þessa dagana um að í engu sé að treysta loforðum eða fyrirheitum hæstv. ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, í engu að treysta.

Það er alveg sama með fjárfestingaráætlunina, þar eru hugmyndir skrifaðar í skýjasæginn án þess að nokkur geti hönd á fest. Þetta er einhver samkvæmisleikur sem venjulegt fólk á Íslandi skilur ekki. Sex eða sjö þúsund störf skipta öllu máli fyrir íslenskt samfélag (Forseti hringir.) en ekki að hrinda möguleikunum frá sér í þeim efnum.