141. löggjafarþing — 52. fundur,  14. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[00:45]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Auðvitað er það ekki réttlætanlegt að koma með svona inngrip vegna þess að það eru órök, útúrsnúningur og flótti frá því að virða og viðurkenna að krafan er sú að byggt sé á úttekt allra viðkomandi þátta. Það hefur verið unnið þannig. Þá þýðir ekkert að koma eftir að sú niðurstaða liggur fyrir og segja að það sé ekkert að marka þá niðurstöðu sem er almennt mjög mikið viðurkennd. Sú vinnan var unnin undir forustu Svanfríðar Jónasdóttur, fyrrverandi alþingismanns, nú bæjarstjóra á Dalvík, Það gengur ekki, það eru hundléleg vinnubrögð sem verður að eyða.