141. löggjafarþing — 52. fundur,  14. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[01:11]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Auðvitað má færa full rök fyrir því og ég skil vel að hv. þingmaður sjái sér ekki fært að svara þessari spurningu. Það verður að fara varlega í að tala kæruleysislega um jafnalvarlegt mál. Málið snýst ekki um endilega póla í stjórnmálum, það snýst hins vegar um hvort menn séu í tengslum við raunveruleikann. Það liggur alveg fyrir að við þurfum að auka verðmæti í þjóðfélaginu, við þurfum að auka fjárfestingu ef við ætlum að vinna okkur út úr því ástandi sem hér er. Þannig er það.

Ef menn reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir fjárfestingu á þessu sviði, m.a. með því eyðileggja hið faglega ferli, hljótum við að spyrja: Hvað annað á að gera, virðulegi forseti? Hvar við viljum við sjá verðmætasköpun? Ef menn segja: Heyrðu, við ætlum að taka A og við ætlum að skófla þessu út með öllum tiltækum ráðum, þá hljótum við að spyrja: Hvað er B? (Forseti hringir.) Og ef hv. þingmaður veit ekki frekar en við hér hvaðan það kemur frá þessari ríkisstjórn þá skil ég það vel, virðulegi forseti.