141. löggjafarþing — 53. fundur,  14. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[12:13]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. En tvær efri virkjanirnar í Þjórsá? Það er spurning um þær.

Síðan er spurningin með símanúmerið hjá þjóðinni. Ég hef ekki fundið það enn þá og ég á ekki tal við þjóðina alla daga en mér sýnist fjöldi fólks vera á miðjunni, í hvorugum öfgunum, að fólk vilji sátt um þetta mál. Mér finnst framganga hæstv. umhverfisráðherra hafa eyðilagt þá sátt. Hún tefur málið. Þetta kom fram fyrir rúmu ári. Við værum farin að virkja nú þegar í samræmi við þá niðurstöðu verkefnisstjórnarinnar sem fram kom ef ekki hefði verið þetta frumhlaup þar sem menn horfa bara út frá eigin skinni, að mér finnst. Það hefur tafið málið, stöðvað hagvöxt og kemur niður á fjölskyldunum þegar síst skyldi, þegar erfiðleikarnir eru hvað mestir. En kannski kemur fólki það ekkert við.