141. löggjafarþing — 54. fundur,  17. des. 2012.

fjárveiting til löggæslumála.

[10:44]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég legg áherslu á að á komandi árum þegar efnahagur okkar Íslendinga vænkast vonandi höfum við mikið verk að vinna á ýmsum sviðum hjá hinu opinbera; í heilbrigðiskerfinu, í menntakerfinu og í löggæslunni. Þar þarf að bæta verulega í og er mjög mikilvægt að við tökum um það raunsæja umræðu sem hv. þingmaður hefur oft gert í málflutningi sínum á Alþingi.

Ég ítreka að það viðbótarfjármagn sem meiri hluti fjárlaganefndar leggur til að renni til löggæslunnar á komandi fjárlagaári mun skipta sköpum.