141. löggjafarþing — 54. fundur,  17. des. 2012.

verkefni norðurslóða.

[10:57]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það eigi að vera í samráði við stjórnvöld hvernig þessi mál þróast, þ.e. hvernig staðið er að þeim í ljósi gríðarlegra hagsmuna fyrir Ísland.

Ljóst er að stofnun annarrar norðurslóðastofnunar mun taka frá hinni stofnuninni og við smyrjum þynnra með því. Í ljósi gríðarlegra hagsmuna tel ég það afar slæma þróun.

Ég tel að hæstv. menntamálaráðherra og hæstv. umhverfisráðherra verði að stíga hér inn í vegna þess að annars sjáum við nákvæmlega það sem gerðist á 9. áratugnum þegar allir ætluðu að verða ríkir á vídeóleigum. (Forseti hringir.) Nú spretta upp norðurslóðastofnanir, þar er þunnt smurt og það mun ekki þjóna hagsmunum (Forseti hringir.) okkar Íslendinga.