141. löggjafarþing — 54. fundur,  17. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[12:25]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna þar sem hann fór ærlega yfir skoðanir sínar á þessu máli öllu saman. Þingmaðurinn lýsti áhyggjum sínum af stöðu þess og sagði nokkurn veginn orðrétt að honum fyndist okkur vera að mistakast, hann hefði áhyggjur af því að okkur væri að mistakast verkefnið, þ.e. að ná sátt um rammaáætlun eins og lagt var upp með í upphafi. Ég vil spyrja hv. þingmann hvað hann leggur til. Hvernig getum við komið okkur út úr þeirri stöðu sem mér heyrðist á honum að hann teldi okkur vera í og hvað þyrfti til að koma okkur á rétta braut ef hann fengi að ráða?

Síðan vil ég spyrja hv. þingmann hvort hann hafi tekið afstöðu til frumvarps okkar sjálfstæðismanna þar sem við leggjum til að málið verði fært aftur inn í verkefnisstjórnina og henni falið að raða virkjunarkostunum.