141. löggjafarþing — 54. fundur,  17. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[12:38]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hann átti sig á því hversu langur tími muni líða þar til tillaga komi fyrir þingið sem felur í sér að þessir virkjunarkostir í Þjórsá fari annaðhvort í verndarflokk eða nýtingarflokk. Hver telur þingmaðurinn að tímalínan sé?

Af því að hv. þingmaður stendur að nefndaráliti meiri hlutans spyr ég hvort hann sé sammála sjónarmiðum sem birtast í ábendingum til ráðherra í nefndarálitinu um að allir virkjunarkostir, hversu smáir sem þeir eru, eigi að fara inn í rammaáætlun. Á þá næsta verkefnisstjórn sem tekur til starfa, væntanlega eftir að þessi rammaáætlun fer í gegn, að taka inn í rammaáætlun alla bæjarlæki sem til stendur að vinna?