141. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:46]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Forseti. Ég satt að segja hef ekki hugmynd um hverju erlendar þjóðir trúa eða trúa ekki, en ef málflutningur íslenskra stjórnvalda er með sama hætti og málflutningur hv. þingmanns áðan, þ.e. að fullyrða að það sé hlutskipti vinstri manna á Íslandi að taka til í efnahagsóreiðu eftir hægri stjórnir, þá spyr ég hv. þingmann: Var ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens hægri stjórn í hans huga? Var ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens hægri stjórn í huga hv. þingmanns? Ég held að svo verði seint sagt.

Sú fullyrðing sem hv. þingmaður kemur hér fram með, að öll efnahagsóreiða á Íslandi sé hægri mönnum að kenna afsannast í þessari röngu fullyrðingu hans. Og ef þetta er þannig borið fram gagnvart erlendum þjóðum, reynt að falsa veruleikann með slíkum hætti, er það bara rugl.