141. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2012.

dómstólar.

475. mál
[21:11]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þm. Björgvini G. Sigurðssyni fyrir þetta skýra svar.

Í framhaldi af því að tilgangurinn sé einmitt að fá menn utan Hæstaréttar til að taka sæti í Hæstarétti þá er það einmitt þess vegna sem fordæmisgildi dóma getur rýrnað, einmitt með því að sækja menn utan réttar, hina og þessa, með fullri virðingu auðvitað, þeir eru allir vel hæfir og þar fram eftir götunum, en þá er það fordæmisgildið sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Það er vissulega rétt að nú fer dómurum fækkandi og eins og hv. þm. Björgvin G. Sigurðsson bendir á kemst eitthvert skikk á fordæmisgildið. En við verðum að hafa í huga að þessi missirin er verið að kveða upp dóma í gríðarlega umfangsmiklum málum, fordæmisgefandi málum til framtíðar hvar reynir mikið á Hæstarétt og fordæmisgildi dóma réttarins.

Í því ljósi ítreka ég og stend við þann fyrirvara sem ég gerði við 5. gr. frumvarpsins.