141. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2012.

dómstólar.

475. mál
[21:15]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um það að fullt tilefni sé til að skoða, eins og á alltaf að vera og menn eiga að hafa í huga, fyrirkomulag dómstóla hér á landi, einkum og sér í lagi vegna þess að víðtæk samstaða virðist vera um að koma hér á millidómstigi. Í því sambandi tel ég það rétt og það væri svo sem líka rétt að skoða aftur fyrirkomulag á skipan dómara með tilliti til reynslunnar. Ég tel ekki eðlilegt og ekki heppilegasta fyrirkomulagið að dómarar hafi sjálfir afskipti af skipan dómara. Ég tel að það fyrirkomulag sé ekki heppilegt og ekki eðlilegt. Ég tek undir að þetta þurfi allt saman að skoða. Ég vona að Alþingi og allsherjarnefnd beri gæfu til að gera það.